ÞJÓNUSTA
Rafeining ehf tekur að sér alla almenna raflagnavinnu fyrir íbúðarhús, iðnaðarveitur, raflagnir skipa, töflusmíði, vélaviðgerðir o.fl.
Frá stofnun fyrirtækisins höfum við unnið við fjölmargar veitur og má nefna t.d. Málmsteypu Þorgríms Jónssonar, Vélsmiðju Guðmundar, Hlaðbæ Colas, Klett sölu og þjónustu,Hringrás, Samherja og fyrirtæki í þeirra eigu auk töflusmíði fyrir fjölmarga aðila.
Ennfremur hefur Rafeining ehf séð um nýlagnir, viðhald og breytingar á raflögnum skipa og má nefna að stærsti viðskiptavinur fyrirtækisins til margra ára er Samherji h/f á Akureyri þar sem unnið hefur verið fyrir Samherja svo og dótturfyrirtæki þeirra t.d. í Færeyjum, Þýskalandi og Skotlandi.
Árið 2004 var gerður samningur við fyrirtækið Gozo Channel á Möltu um smíði 12 stjórnskápa fyrir 1000Kw mótora fyrir skrúfubúnað á ferjum sem fyrirtækið á og notar til fluttninga á milli Möltu og Gozo. Stjórnskápar þessir voru með mjúkræsum og beinkeyrslu,bypass fyrir hvern mótor en fjórir slíkir skápar eru í hverri ferju. Skáparnir voru smíðaðir á verkstæði okkar í Hafnarfirði og síðan fluttir til Möltu þar sem að við önnuðumst uppsetningu þeirra og gangsetningu. Auk þess smíðaði Rafeining ehf startskápa með svipaðri útfæslu fyrir landtengibúnað ferjanna. Verk þetta hófst í byrjun árs 2005 og stóð til ársins 2007 og höfum við ennþá verið að leysa verkefni fyrir Gozo Channel sem hefur verið mjög ánægjulegt að eiga viðskipti við.
Rafeining ehf hefur nú um nokkurt árabil framleitt stjórnskápa fyrir skolpdælubrunna. Stjórnskápar þessir eru nú í notkun á allmörgum stöðum og má þar helst nefna Hafnarfjörð, Akranes, Siglufjörður og Molsfellsbær. Þá framleiddi fyrirtækið dælustýringar sem notaðar eru í Álverksmiðjunni á Reyðarfirði.
Einnig framleiðum við stjórnskápa fyrir dælingu á ferskvatni. Um er að ræða stjórnun sem getur verið hvort sem er tvær eða þrjár dælur og stjórnast þær með tíðnibreytum sem sjá um að stjórna dælingu skv þrýstiþörf kerfisins svo og að tímajafna dælunum.
Rafeining er þjónustuaðili á eftirtöldum búnaði:
Ljósavélar og búnaður:
– Emri spennustillar og Teksan ljósavélar
Hraðabreytar og mjúkræsar:
– Danfoss og Emotron
Rafsuðu, plasmaskurðar og hreinsivélar, þeir helstu eru:
– Fan, Fronius, Hypertherm, Kemppi, Kuhtreiber(KiTin), Lincoln, Migatronic, Miller,
Powcon, Selco, Telwin, Thermal Dynamics, Wallius Surfox, Gys o.fl.
Lincoln
Oerlikon
Einnig er fyrirtækið umboðsaðili fyrir varahlutum í Miller og Selco vélar.