UMBOÐ – VÖRUR – INNFLUTNINGUR

Ljós frá Agrilight í Hollandi
Sérstaklega ætlað landbúnaði t.d. gripahúsum þar sem háar kröfur eru gerðar til ljósabúnaðar. Lampar sem eru eiturefnaþolnir í öllum stærðum og gerðum.

Hreinsivélar fyrir riðfrítt stál frá Bio-Circle í Þýskalandi
Sérlega ætlaðar til hreinsunar á Tig suðuferli á ryðfríu stáli. Tæki sem eru til í mismunandi útgáfum. Um byltingu er að ræða frá fyrri hreinsunaraðferðum sem hafa til þessa verið framkvæmdar með sýru. Vélarnar nota vökva sem er umhverfisvænn.

Botab Svíþjóð
Brúkranar og talíur af ýmsum gerðum allt eftir óskum kaupenda. Framleiðandi á mjög víðtækum framleiðslulínum á sviði krana t.d. brúkrana, talía o.fl.n.

Loftsíur frá Dry Air System í Bandaríkjunum
Framleiðandi á loftsíum til notkunar þar sem þarf að vera sérlega vel þurrkað s.s. fyrir plasmavélar og loftstýrðum vélum ýmis konar.

Lyftuborð frá Edmo í Svíðþjóð
Edmo Lift er einn af stæstu framleiðendum á lyftubúnaði í Evrópu. Hvort sem um er að ræða verksmiðjur, sjúkrahús, vöruhús, lagerhúsnæði eða hvers konar aðstæður þar sem lyftubúnaðar er þörf þá má öruggt telja að Edmo Lift hefur lausnina. Mjög breið framleiðslulína með lyftigetu allt frá 200-10000 kg.

Hraðabreyta, mjúkræsa og straumvaka frá Emotron í Svíðjóð
Mjög rótgróið og virt fyrirtæki á sviði hraðabreyta, mjúkræsa, straumvaka og hefur einnig sérhæft sig í framleiðslu stjórnbúnaðar fyrir hvers kyns kranastjórnun.

Spennustilla o.fl. frá Emri í Hollandi
Einn fremsti framleiðandi á spennustillum fyrir rafala. Einnig er fyrirtækið mjög framanlega í því að gera við rafala og mótora. Höfum ávalt á lager allar algengustu tegundir spennustilla frá Emri.

Tenglabúnaður frá Hollandi
Framleiðandi á ýmsum gerðum tenglabúnaðar sérstaklega gúmmítenglum og hulsum af ýmsum gerðum.

Miller rafsuðuvélar
Rafeining ehf er söluaðili varahluta og neysluvara frá Miller.

Rafbúnaður frá Night Searcher í Bretlandi
Nú á vormánuðum 2018 gerðist Rafeining ehf söluaðili NightSearcher á Íslandi og er okkur sönn ánægja að bjóða mjög viðamikla framleiðslulínu þeirra svo sem margskonar LED vinnuljós eins og t.d. LED kastarann Galaxy Pro sem er búinn hleðslutækjum bæði fyrir 230V og 12V DC og hefur þjár mismunandi styrkstillingar allt frá 100-3500 lúmen og er endingartími rafhlöðu frá 4-24 klst. Þá er Galaxy Pro með seglum til að auðvelda staðsetningu t.d. á bifreiðum. Einnig ber að nefna margar gerðir LED öryggisljósa bæði handljós og höfuðljós ásamt ljósum sem nota má sem neyðarljós hvort sem er í vatni eða á landi. Þá mun við á nýju ári geta boðið ljós til notkunar í verslunar og verksmiðjuhúsnæðum o.þ.h.

Nylonhefti, gips/múrtappa o.fl. frá Sapi Selco á Ítalíu
Leiðandi fyrirtæki í framleiðslu á nylonheftum. Gamalt og rótgróið fyrirtæki stofnað á 1950. Einnig framleiðir fyrirtækið múrtappa, gipsfestingar og margt fleira.

Raflagnaefni frá Scheele Elektrik í Þýskalandi
Tenglakassar og ljósbúnaður úr mjúku en sterku gúmmíefni. Tenglakassar fást bæði fyrir einfasa og þriggja fasa tengla allt frá 42 volta kerfum í 400 volta kerfi eftir ósk kaupandans.
Einnig eru í boði ljós úr gúmmíefni sem hentar t.d útgerðinni afar vel. Þessi ljós eru mjög hentug fyrir lýsingu í tönkum, um borð í skipum o.s.fr.. Þau eru afar vel vatnsvarin og eru með 24 volta peru.

Rafsuðuvélar frá Selco
Rafeining ehf er söluaðili varahluta og neysluvara frá Selco.

Þéttabankar frá System Electric í Þýskalandi
Rafeining ehf hefur um nokkra ára skeið verið söluaðili System Electric á Íslandi. System Electric var stofnað 1975 of sérhæfir sig í framleiðslu á fasviks leiðréttingarbúnaði fyrir allar tegundir neysluveitna.
Nú hafa allmargir viðskiptavinir bæði til sjós og lands fjárfest í búnaði frá System Electric og hefur búnaðurinn þegar sannað ágæti sitt bæði hvað virkni og gæði búnaðar varðar. Mikillar vandvirkni gætir við val á búnaði í hverju tilfelli og er búnaður ætíð valinn að undangengnum mælingum á hverri veitu fyrir sig. Er það gert til að tryggja sem besta virkni í hverju tilfelli.

Ljósavélar frá Teksan í Tyrklandi
Í boði eru stærðir allt að 3300KVA og geta kaupendur valið ýmsar gerðir véla s.s Perkings, Mitsubishi, Cummins, Volvo o.s.fr.. Vélarnar eru bæði til afgreiðslu með og án hljóðeinangrandi hlífa svo og á vagni sé þess óskað.